Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 21. mars 2015 06:00
Eyþór Ernir Oddsson
Arsenal klúbburinn á Íslandi hleypur til styrktar Save the Children
Tveir hressir þátttakendur frá Íslandi í hlaupinu 2012 þegar hlaupið var um Bláa Lónið
Tveir hressir þátttakendur frá Íslandi í hlaupinu 2012 þegar hlaupið var um Bláa Lónið
Mynd: Arsenal klúbburinn á Íslandi
Mynd: Arsenal klúbburinn á Íslandi
Laugardaginn 11. apríl næstkomandi mun Arsenal halda árlegt góðgerðarhlaup sitt þar sem fólk mætir við Emirates leikvanginn og hleypur 10 hringi (6.4km) í kringum völlinn til styrktar Save the Children.

Arsenal hefur staðið fyrir þessu árlega í nokkur ár en flestir stuðningsmannaklúbbar Arsenal víðsvegar um heiminn taka þátt í hlaupinu ár hvert, en þetta er í þriðja skiptið sem stuðningsmannaklúbburinn á Íslandi hjálpar til við að leggja þessu málefni lið.

Að hlaupa 6.4 kílómetra er á færi flestra einstaklinga og eru allir hvattir til að skrá sig. Það kostar ekkert að vera með og því engin ástæða til að láta sig vanta, en fyrir hvern einstakling sem skráir sig í hlaupið greiðir Arsenal klúbburinn ákveðna fjárhæð til málefnisins Save the Children.

Allir þátttakendur fá keppnisnúmer frá Arsenal, en þeir munu síðan draga út vinningshafa út úr þátttökunúmerum en einnig mun klúbburinn taka mynd af öllum og senda í myndasamkeppni Arsenal FC þar sem flottasta myndin mun vinna veglega vinninga, svo sem áritaða treyju frá Arsenal FC.

Það eru allir hvattir til að skrá sig, en til að skrá sig er nóg að senda tölvupóst á Eyþór Oddsson ( [email protected] ) með fullu nafni fyrir 31. mars.

Hlaupið fer fram laugardaginn 11. apríl og er mæting við Árbæjarlaug kl 11 og tekinn hringur um Elliðaárdal.

Smellið hér til að fá mynd af hlaupaleiðinni og nánari skýringar á hlaupaleiðinni
Athugasemdir
banner
banner
banner