Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. mars 2018 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Landsliðið frumsýnir nýju búningana í Bandaríkjunum
Spilað í bláu í báðum leikjunum
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason og Ólafur Ingi Skúlason brugðu á leik í nýju búningunum í gær.
Arnór Ingvi Traustason og Ólafur Ingi Skúlason brugðu á leik í nýju búningunum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er í æfingaferð í Bandaríkjunum þessa dagana og leikur þar tvo leiki á föstudag og mánudag.

Liðið mun þar frumsýna nýju búningana sem liðið leikur í á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Ísland mætir Mexíkó á heimavelli San Fransisco 49ers í Santa Clara á föstudagskvöldið og á miðvikudaginn mæta þeir svo Perú í New Jersy.

Nú er ljóst að Ísland mun spila í bláum búningum í báðum þessum leikjum.

Þetta verða fyrstu leikirnir sem liðið klæðist nýju búningunum frá Errea. Búningarnir voru kynntir í síðustu viku.

Þeir hafa fengið góðar mótttökur en um 85% lesenda Fótbolta.net segjast lítast mjög vel eða þokkalega á þá samkvæmt nýjustu tölum í könnun á forsíðu.
Mun Ísland vinna Ísrael í umspilinu um EM sæti?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner