Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. apríl 2015 19:34
Elvar Geir Magnússon
Hálfleikur: Bayern með ótrúlega stórsýningu
Mynd: Getty Images
Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en um er að ræða seinni viðureignir liðanna.

Bayern München og Barcelona eru á fljúgandi siglingu.

Þýskalandsmeistararnir voru í vandræðum eftir 3-1 tap í fyrri leiknum en blásið var í herlúðra í München og er staðan 5-0 fyrir Bayern í leikhléi!

Brasilíski markvörðurinn Fabiano hjá Porto vill væntanlega láta sig hverfa af yfirborði jarðar þessa stundina en hann hefur verið ákaflega slæmur í kvöld. Porto hefði alveg eins getað haft keilu í markinu.

Neymar er búinn að skoða bæði mörkin fyrir Barcelona sem er að vinna PSG 2-0 og samtals 5-1.

Það er engin spenna fyrir síðustu 45 mínúturnar í leikjunum en vonandi heldur markaflóðið áfram. Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.

Bayern 5 - 0 Porto (6-3) HÁLFLEIKUR
1-0 Thiago Alcantara ('14 )
2-0 Jerome Boateng ('22 )
3-0 Robert Lewandowski ('27 )
4-0 Thomas Muller ('36 )
5-0 Robert Lewandowski ('40 )

Barcelona 2 - 0 Paris Saint Germain (5-1) HÁLFLEIKUR
1-0 Neymar ('14 )
2-0 Neymar ('34 )

Eitt af mörkunum fimm hjá Bayern af Vísi:

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner