Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. júní 2017 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 9. umferðar í Pepsi kvenna: Þrjár úr tapliði
Breiðablik fór illa með Grindavík.
Breiðablik fór illa með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Þór/KA skoraði sigurmarkið gegn FH undir lok leiks.
Þór/KA skoraði sigurmarkið gegn FH undir lok leiks.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tveir 5-0 sigrar unnust í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í vikunni. Breiðablik sigraði Grindavík 5-0 og Valur gerði slíkt hið sama gegn KR.

Í liði 9. umferðar eru þrír leikmenn í tapliðum og þá á topplið Þór/KA ekki leikmann í liðinu þrátt fyrir 1-0 sigur á FH.



Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir var best Fylkisstelpna í 1-0 tapi gegn Stjörnunni í Garðabænum. Ásta varði tvívegis frábærlega af stuttu færi en sá ekki við góðu skoti Öglu Maríu Albertsdóttur í fyrri hálfleik sem reyndist sigurmark leiksins.

Varnarmennirnir, Guðný Árnadóttir og Victoria Frances Bruce hjá FH stóðu vaktina vel þrátt fyrir 1-0 tap gegn Þór/KA en mark Þórs/KA kom undir blálokin. Sigurganga þeirra heldur því áfram í deildinni.

Caroline van Slambrouck heldur áfram að leika vel í vörn ÍBV en hún hélt vörninni saman í 3-0 sigri gegn Haukum. Þar skoraði Cloe Lacasse eitt marka ÍBV og lagði upp annað.

Valur á þrjá leikmenn í liði umferðarinnar eftir 5-0 sigur á KR. Mexíkóarnir tveir, þær Ariana Calderon og Anisa Raquel Guajardo eru í liðinu en þær skoruðu báðar tvö mörk hvor. Þá er Thelma Björk Einarsdóttir einnig í liðinu en hún er að koma til baka eftir meiðsli.

Í Grindavíkinni var Svava Rós Guðmundsdóttir best Breiðabliksstelpna en hún skoraði tvívegis í 5-0 sigri. Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti einnig mikinn þátt í mörkunum Blika í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner