Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. ágúst 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Gervigrasfjör í Pepsi-deild karla
Valsmenn hafa ekki unnið í síðustu tveimur leikjum sínum.
Valsmenn hafa ekki unnið í síðustu tveimur leikjum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er Pepsi-dagur í fótboltanum hér á landi í dag.

Það er einungis leikið í Pepsi-deild karla í dag. Það eru engir leikir í neðri deildunum og því frekar rólegt fyrir utan þessa tvo leiki.

Topplið Vals fær Grindavík í heimsókn. Valur hefur ekki unnið í síðustu tveimur leikjum sínum og það er mikilvægt fyrir þá að vinna í kvöld. Grindvíkingar voru magnaðir framan af sumri. Þeir döluðu svo, en þeir unnu sinn síðasta leik og það verður því spennandi að sjá hvernig þessi leikur í kvöld spilast á teppinu að Hlíðarenda.

Þetta er ekki eini leikurinn í kvöld, þetta er ekki einu sinni eini leikurinn sem spilaðu er á "teppi" (gervigrasi).

Stjarnan og Fjölnir eigast við í Garðabænum. Stjarnan hefur ekki sagt sitt síðasta í titilbaráttunni, en Fjölnir er að berjast við neðstu liðin.

Allir á völlinn!

mánudagur 21. ágúst

Pepsi-deild karla 2017
19:15 Valur-Grindavík (Valsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fjölnir (Samsung völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner