Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 22. janúar 2018 18:48
Elvar Geir Magnússon
Wenger: Mkhitaryan hefur allt til brunns að bera
Mkhitaryan í búningi Arsenal.
Mkhitaryan í búningi Arsenal.
Mynd: Arsenal
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, virðist nokkuð ánægður með það sem hann fékk út úr skiptidílnum við Manchester United.

Alexis Sanchez, sem var að renna út á samningi, fór til Manchester United og Arsenal fékk í staðinn Henrikh Mkhitaryan.

„Henrikh er mjög heilsteyptur leikmaður. Við erum að fá verulega góðan leikmann í staðinn fyrir verulega góðan leikmann," segir Wenger um armenska landsliðsmanninn.

„Hann býr til færi, verst vel, hann getur farið um allan völl og er einnig mjög áreiðanlegur. Hann getur spilað vel í nokkrum stöðum."

„Ég segi að hann hafi alla eiginleika sem þarf."

Arsenal er í sjötta sæti en vonast til að Mkhitaryan geti hjálpað liðinu að klifra hærra upp töfluna.

Sjá einnig:
Sanchez til Man Utd - Mkhitaryan til Arsenal (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner