Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. febrúar 2017 17:40
Elvar Geir Magnússon
Leikur hjá liði Kára flautaður af vegna óláta í stúkunni
Mynd: Getty Images
Það var heitt í hamsi hjá stuðningsmönnum Omonia Nicosia í kýpverska bikarnum í dag. Dómarinn flautaði leikinn af þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Dómarinn taldi ólætin í stúkunni of mikil og þegar blysum var hent inn á völlinn væru leikmenn settir í hættu.

Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason leikur fyrir Omonia en hefur ekki tekið þátt í síðustu þremur leikjum liðsins vegna meiðsla.

Um var að ræða útileik gegn Apollon Limassol sem var 3-1 yfir þegar leikurinn var blásinn af. Fastlega má búast við því að þessi úrslit verði látin standa og er Omonia því úr leik í bikarkeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner