Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. febrúar 2017 19:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pochettino: Tottenham þarf tíma til að vinna titla
Pochettino vill tíma til þess að vinna titla
Pochettino vill tíma til þess að vinna titla
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham segir að lið sitt þurfi sinn tíma til að byggja upp leikmannahópinn og hugarfar til þess að berjast um titla.

Tottenham er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar og 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Síðasti titill sem Tottenham vann var deildabikarkeppnin árið 2008 en annars hafa þeir ekki unnið titil á þessari öld.

„Við þurfum tíma, en við getum ekki keypt okkur tíma. Það er það mikilvægasta fyrir okkur."

„Við viljum vinna titla. Við viljum færa klúbbinn upp á næsta stig. Eins og þegar verið er að bæta aðstöðuna, líkt og við erum í núna með nýjum leikvangi, þá tekur það tíma að byggja leikvang og það tekur tíma að byggja upp leikmannahóp,"
sagði Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner