Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. febrúar 2017 19:57
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Spánn: Real Madrid tapaði gegn Valencia
Simone Zaza skoraði fyrra mark Valencia
Simone Zaza skoraði fyrra mark Valencia
Mynd: Getty Images
Valencia 2 - 1 Real Madrid
1-0 Simone Zaza ('4 )
2-0 Fabian Orellana ('9 )
2-1 Cristiano Ronaldo ('44 )

Einn leikur fór fram í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en það var leikur Valencia og Real Madrid.

Real Madrid átti tvo leiki til góða og var þetta fyrri leikurinn af þeim.

Valencia er í neðri hluta deildarinnar en þeir byrjuðu af miklum krafti í leiknum og eftir 9 mínútna leik var staðan orðin 2-0 fyrir Valencia. Simone Zaza og Fabian Orellana skoruðu mörk heimamanna.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Real Madrid að klóra í bakkann en það var Cristiano Ronaldo sem skoraði markið en hann var að leika sinn 700. leik á ferlinum.

Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleik og tapaði Real Madrid því mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Real er á toppnun, stigi á undan Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner