Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 22. mars 2015 09:00
Brynjar Hafþórsson
Adam Johnson spilaði í fyrsta skipti eftir handtöku
Kominn aftur á völlinn
Kominn aftur á völlinn
Mynd: Getty Images
Adam Johnson kom inn á í leik Sunderland og West Ham í dag á 73 mínútu.

Þetta var í fyrsta skipti sem að Johnson spilar síðan hann var handtekinn 2. mars grunaður um kynferðislegt athæfi með 15 ára gamalli stúlku. Í kjölfarið var hann settur í leikbann af Gus Poyet fyrrverandi þjálfara Sunderland

Dick Advocaat sem að tók við Sunderland eftir að Poyet var rekinn hefur hinsvegar aflétt banninu og gaf Johnson tækifæri í dag. Þjálfarinn sagðist hafa átt samtal við leikmanninn, að hann væri góður leikmaður og að lífið héldi áfram.

Hvorki Advocaat né Johnson gátu hinsvegar komið í veg fyrir að Sunderland tapaði fyrir West Ham með síðbúnu marki Diafra Sakho. Eftir leikinn er liðið í 17 sæti aðeins einu stigi fyrir ofan Burnley og þurfa þeir því nauðsynlega að komast á sigurbraut.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner