Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. mars 2017 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Samningaviðræður við Özil og Alexis settar á bið
Mynd: Getty Images
Arsenal er búið að setja samningsviðræður við Mesut Özil og Alexis Sanchez á bið þar til í sumar.

Samningar þeirra beggja renna út sumarið 2018 og hafa báðir verið orðaðir við ýmis félög vítt og breitt um Evrópu.

„Eins og staðan er núna höfum við ekki náð samkomulagi við Alexis og Mesut," sagði Wenger við beIN Sports.

„Við höfum ákveðið að beina allri athygli félagsins að því að klára tímabilið með sóma og höldum þá frekar áfram með samningsviðræðurnar í sumar."

Óljóst er hvort Wenger verði áfram innan herbúða Arsenal eftir tímabilið eða ekki, en samningur hans rennur út í sumar og vill stór hópur stuðningsmanna sjá Frakkann róa á önnur mið.

„Ef maður lítur á hvar félagið var þegar ég tók við og hvar það er núna, þá er ég frekar stoltur af því sem ég hef afrekað fyrir félagið.

„Ég hef áður stýrt þessu félagi í gegnum mjög erfiða tíma þar sem við höfðum úr afar litlu að moða, en alltaf hefur okkur tekist að komast í gegnum erfiðleikana saman."

Athugasemdir
banner
banner