Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. mars 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Þórir færir sig yfir í Reyni S. (Staðfest)
Magnús Þórir í leik með Keflvíkingum.
Magnús Þórir í leik með Keflvíkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Þórir Matthíasson hefur fært sig um set á Suðurnesjunum og er kominn í Reyni Sandgerði.

Magnús hefur að mestu leikið með Keflavík á sínum ferli, fyrir utan stutt stopp í Fylki árið 2012. Hann var á mála hjá Víði Garði í fyrra en spilaði lítið sem ekkert vegna meiðsla.

Magnús Þórir er kantmaður en getur líka leikið í fremstu víglínu.

Hinn fjölhæfi Magnús Þórir, sem er á 28. aldursári, á 129 deildarleiki með Keflavík þar sem hann skoraði 18 mörk.

Hann hefur ákveðið að taka slaginn með Reyni Sandgerði í 4. deildinni í sumar. Liðið féll úr 3. deild síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner