Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. mars 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk kominn með fyrirliðabandið
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hefur verið gerður að fyrirliða hollenska landsliðsins.

Ronald Koeman er tekinn við hollenska landsliðinu og hann hefur greinilega mikið álit á Van Dijk. Hann tilkynnti það fyrir vináttulandsleik gegn Englandi, sem fer fram annað kvöld, að Van Dijk sé orðinn fyrirliði landsliðsins.

„Að vera fyrirliði hollenska landsliðið hefur sérstaka þýðingu fyrir mig," sagði Van Dijk.

„Þetta verður mjög sérstakt fyrir mig. Að fá að vera fyrirliði gegn Englandi gerir þetta enn sérstakara."

Van Dijk varð dýrasti varnarmaður fótboltasögunnar þegar Liverpool keypti hann frá Southampton í janúar. Hjá Southampton unnu Koeman og Van Dijk saman á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner