Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. apríl 2017 23:51
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mourinho: Við erum í vandræðum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho stjóri Manchester United hefur skiljanlega áhyggjur af meiðslum sinna manna, en þeir Zlatan Ibrahimovic og Marcos Rojo bættust á meiðslalista United í vikunni.

„Við erum í vandræðum í augnablikinu. Eric Bailly er búinn að spila sex leiki í röð, og við misstum Rojo. Við höfum ekki Jones né Smalling til taks, við erum í vandræðum og núna erum við búnir að missa Zlatan líka."

„En í framherjastöðunni höfum við valkosti, Rooney er að koma til baka og við skulum sjá til hvort Juan Mata muni snúa aftur fyrir lok tímabils, við skulum sjá til hvað gerist," sagði Mourinho.

Mourinho staðfesti svo að Ander Herrera myndi snúa aftur í byrjunarlið Manchester United á morgun en hann var í leikbanni í Evrópudeildarleiknum gegn Anderlecht í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner