Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. maí 2015 05:55
Daníel Freyr Jónsson
Spánn um helgina - Síðasti leikur Ancelotti?
Ancelotti er sagður á förum frá Real.
Ancelotti er sagður á förum frá Real.
Mynd: Getty Images
Deildirnar í Evrópu eru að klárast og fer lokaumferðin á Spáni fram um helgina.

Toppbaráttan er þegar ráðin þar sem Barcelona hefur tryggt sér titilinn. Hefur liðið fjögurra stiga forystu á erkifjendurna í Real Madrid fyrir helgina og verður titillinn því afhentur eftir leik liðsins gegn Deportivo.

Real Madrid fær Getafe í heimsókn og er fastlega reiknað með því að það verði jafnframt síðasti leikur Carlo Ancelotti sem stjóri liðsins, einungis ári eftir að hann gerði liðið að Evrópumeisturum.

Á botninum er spenna þar sem fjögur lið eru að berjast um að halda sæti sínu í deildinni, en enn er óráðið hvaða tvö lið fylgja Cordoba niður.

Eibar og Almeria hafa bæði 32 stig, en fyrir ofan eru Deportivo og Granada með 34 stig. Eibar fær Cordoba í heimsókn á meðan Almeria mætir Valencia. Það gæti því ýmislegt gerst á botninum áður en yfir líkur.

Sunnudagur:
16:30 Real Madrid - Getafe
16:30 Atletic Bilbao - Villarreal
16:30 Levante - Elche
16:30 Almeria - Valencia
16:30 Barcelona - Deportivo
16:30 Eibar - Cordoba
16:30 Granada - Atletico Madrid
16:30 Celta - Espanyol
16:30 Rayo - Real Sociedad
16:30 Malaga - Sevilla
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner