Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. maí 2018 06:30
Ingólfur Stefánsson
Monchi: Alisson fer bara ef ég tek hanskana af hillunni
Mynd: Getty Images
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma, Monchi, segir að eina leiðin fyrir markvörðunn Alisson að yfirgefa félagið í sumar sé ef að hann sjálfur byrji aftur að spila fótbolta.

Monchi var markvörður Sevilla á sínum tíma. Alisson hefur verið orðaður við lið á borð við Liverpool, PSG og Real Madrid en Monchi segir að hann sé ekki á förum frá Roma.

„Við erum ánægðir með það sem við höfum áorkað á tímabilinu en eins og þjálfarinn segir þá er enn mikil vinna framundan. Félagið og stuðningsmennirnir verða að halda áfram að leggja hart að sér og hvetja liðið áfram."

„Dzeko verður áfram hjá okkur og ég reikna með að hann muni eiga annað gott tímabil á næsta ári. Alisson? Ef hann fer þá er það bara vegna þess að ég ákveð að byrja aftur að spila sem markvörður. Þetta er það eina sem gæti þýtt að hann fari, en ég held ég sé ekki tilbúinn til þess að spila aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner