Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. maí 2018 10:54
Fótbolti.net
Team8Sports - Nýtt forrit fyrir þjálfara
Team8Sports.
Team8Sports.
Mynd: Team8Sports
Sunday League IVS var stofnað árið 2017 af Þóri Aronsyni, sem er íslenskur – danskur frumkvöðull og markvörður í “Sunday League” liði í Kaupmannahöfn. Á mörgum köldum vetrarmorgnum hugsaði Þórir hvernig hægt væri að nýta tæknina til þess að auðvelda skipulag þjálfara með æfingar og utanumhald um liðið sitt. Í kjölfarið af þessum vangaveltum varð til forritið Team8Sports.

Helstu upplýsingar um forritið Team8Sports: Skemmtilegt, leiðandi, auðvelt til notkunar og sér um allt sem þú þarft á að halda í tengslum við liðið þitt. Forritið geymir niðurstöður og minnkar þann tíma sem þú myndir annars eyða í verkefnastjórnun tengdu þínu liði.

Í forritinu getur þú haldið utan um:
• Verkefnastjórnun: Safnað stigum, skipulagt þjálfun og haldið utan um mætingu leikmanna.
o Nú getur þú eytt tímanum í greiningu og söfnun tölfræðilegra upplýsinga tengdum
leikmönnum. Klárað undirbúning leikáætlana á einfaldan og þægilegan hátt. Í stað þess að
eltast við skráningu mætinga og senda upplýsingar till leikmanna.
• Tölfræði: Skoðað tölfræði þina leikmanna frá byrjun og fram eftir öllum aldri.
Beta útgáfa af Team8Sports er tilbúin fyrir notendur til prófunar og viðbragða.

Markmiðið er að i framtíða útgáfu verður lika mögulegt að:
• Þjálfun: Hannað og deilt með öðrum taktískum æfingum, skráð upplýsingar um þjálfun leikmanna
og sent þeim álit þitt.
• Skipulag: Veitt einstaklings- og liðsleiðbeiningar, skipulagt stöðu leikmanna, skráð niðurstöður og
frammistöðu.

Við viljum bjóða þér að verða hluti af þróunarliði Team8Sports og gera það að framúrskarandi forriti.
Til að skrá áhuga þinn, vinsamlegast hafið samband við Þóri Aronsson á netfangið [email protected] og skráið „Team8Sports Beta Tester Volunteer“ sem viðfangsefni netpósts.

Okkur hlakkar til að heyra frá þér!

Ef áhugi verður á forritinu á Íslandi mun það verða gefið út líka á íslensku.
Athugasemdir
banner
banner
banner