Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. júlí 2015 15:31
Elvar Geir Magnússon
Ási Arnars sagður vera að taka við ÍBV
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur boðað til fréttamannafundar 16:30 en samkvæmt heimildum Vísis verður Ásmundur Arnarsson kynntur þar sem nýr þjálfari liðsins.

Jóhannes Harðarson tók við ÍBV fyrir yfirstandandi tímabil en hefur mikið verið frá vegna veikinda í fjölskyldunni. Samkvæmt Vísi mun hann nú stíga alfarið frá borði.

Ásmundur var nýlega rekinn frá Fylki eftir 4-0 tap gegn einmitt ÍBV í bikarnum en gengi Fylkis í Pepsi-deildinni hafði ekki verið eftir væntingum.

Eyjamenn eru komnir upp úr fallsæti eftir 4-0 sigur gegn Fjölni í síðustu umferð en liðinu var þá stýrt af Inga Sigurðssyni eins og í öðrum leikjum þar sem Jóhannes hefur verið fjarverandi.

ÍBV heimsækir Stjörnuna á sunnudag í 13. umferð Pepsi-deildarinnar en liðið er einu stigi á undan Leikni sem situr í fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner