Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 23. mars 2016 17:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Íslendingar öflugri en Ungverjar samkvæmt Mirror
Frá æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Frá æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurstranglegastir.
Sigurstranglegastir.
Mynd: Getty Images
Það er landsleikjafrí svo landsliðin eru ofarlega í huga íþróttafréttamanna um alla Evrópu enda styttist í Evrópumótið í Frakklandi.

Ed Malyon hjá Daily Mirror ákvað að raða liðum mótsins í styrkleikaröð eins og staðan er í dag. Hann telur að heimsmeistarar Þýskalands séu sigurstranglegastir.

Af 24 liðum mótsins setur Malyon íslenska landsliðið í 15. sæti. Þegar við skoðum mótherja okkar í riðlakeppninni er Ungverjaland í 23. sæti, Austurríki númer 9 og Portúgal 8.

Umsögn hans um íslenska liðið er svona:

„Lítil þjóð á sínu fyrsta stórmóti, það er mjög auðvelt að afskrifa Íslands. En eftir að liðið rétt missti af sæti á HM í Brasilíu komst það beint á EM gegnum riðlakeppnina og sýndi að þetta var ekki heppni. Lið sem ber ekki að vanmeta."

Styrkleikalistinn að mati Mirror:
1. Þýskaland
2. Frakkland
3. Spánn
4. Ítalía
5. Belgía
6. Króatía
7. England
8. Portúgal
9. Austurríki
10. Sviss
11. Pólland
12. Svíþjóð
13. Wales
14. Tékkland
15. Ísland
16. Rússland
17. Úkraína
18. Tyrkland
19. Slóvakía
20. Írland
21. Norður-Írland
22. Rúmenía
23. Ungverjaland
24. Albanía
Athugasemdir
banner