Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. mars 2016 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Sakho nýtur lífsins undir stjórn Klopp
Sakho kann vel við sig í Liverpool.
Sakho kann vel við sig í Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mamadou Sakho, varnarmaður Liverpool, viðurkennir að ráðning Jurgen Klopp í starf knattspyrnustjóra hafi breytt stöðu sinni hjá félaginu.

Franski landsliðsmaðurinn byrjaði einungis þrjá deildarleiki undir stjórn Brendan Rodgers áður en Norður-Írinn var rekinn í október. Undir stjórn Klopp hefur hann öðlast endurnýjun lífdaga þrátt fyrir meiðsli um tíma.

„Það er gaman að vera í byrjunarliðinu. Hlutirnir ganga öðruvísi fyrir mig með nýjum þjálfara," sagði Sakho við RMC.

„Fyrrum stjórinn tók sínar ákvarðanir og ég virti þær. Ég var alltaf ég sjálfur og brosti á æfingum. Það getur margt gerst utan vallar í fótbolta, það mikilvægasta er að halda einbeitningunni."

„Mér hefur alltaf liðið vel hjá Liverpool. Þegar ég var í Frakklandi skildi ég ekki hversu djúp saga þessa félags er. Um leið og ég mætti var það frábært, andrúmsloftið er gott og liðið ungt og hæfileikaríkt."

„Ég er virkilega hrifinn af borginni, stuðningsmönnunum og þessum frábæra leikvangi. Ég vil hafa stöðugleika, svo þetta hentar mér fullkomlega."

Athugasemdir
banner
banner