Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. apríl 2017 22:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Messi orðinn markahæsti leikmaður El Clasico
Messi fagnar sigurmarkinu sínu
Messi fagnar sigurmarkinu sínu
Mynd: Getty Images
Lionel Messi skoraði tvö mörk og sló tvö met í kvöld er Barcelona mætti Real Madrid í frábærum leik. Ágætis dagsverk hjá þessum frábæra leikmanni.

Barcelona lenti undir eftir að Casemiro skoraði en Messi var ekki lengi að jafna leikinn. Jöfnunarmark hans gerði hann að markahæsta leikmanni El Clasico í spænsku úrvalsdeildinni.

Fyrra mark Messi var fimmtánda mark hans í El Clasico í deildinni og tók hann framúr goðsögn Real Madrid, Alfred Di Stefano sem skoraði 14 mörk.

Messi var fyrir leikinn markahæsti leikmaður El Clasico í öllum keppnum.

Messi skoraði sigurmarkið í síðustu spyrnu leiksins og skoraði því sitt sextánda mark í El Clasico í deildinni.

Einnig var seinna markið Messi, hans 500. mark fyrir Barcelona á ferlinum. Ótrúlegur ferill.



Athugasemdir
banner
banner