Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júní 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Borga 700 krónur á leiki í ensku úrvalsdeildinni
Stuðningsmenn Huddersfield eru sáttir þess dagana.
Stuðningsmenn Huddersfield eru sáttir þess dagana.
Mynd: Getty Images
Tryggir stuðningsmenn Huddersfield Town fá mjög ódýra miða á leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Stuðningsmennirnir fá ársmiðann á 100 pund sem þýðir að hver leikur kostar þá um það bil 5 pund eða um það bil 700 krónur.

Árið 2010 lofaði Dean Hoyle, formaður Huddersfield, því að þeir stuðningsmenn sem myndu vera með ársmiða alla formannstíð hans myndu fá ársmiðann á 100 pund ef liðið kæmist upp í ensku úrvalsdeildinni.

Yfir 4000 stuðningsmenn Huddersfield hafa verið ársmiðahafar síðan árið 2010 og þeir fá því þessi kostakjör á leiki á næsta tímabili.

Huddersfield komst upp í efstu deild á Englandi í fyrsta skipti síðan 1972 með sigri á Reading í umspili í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner