Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. ágúst 2017 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski deildabikarinn: Tvö úrvalsdeildarlið féllu úr leik
Tímabilið hefur farið illa af stað hjá Newcastle.
Tímabilið hefur farið illa af stað hjá Newcastle.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg byrjaði á bekknum.
Jóhann Berg byrjaði á bekknum.
Mynd: Getty Images
Joe Allen skoraði tvennu.
Joe Allen skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Tvö úrvalsdeildarlið féllu úr leik í enska deildabikarnum í kvöld.

Tímabilið hefur byrjað mjög illa hjá Rafa Benitez og lærisveinum hans í Newcastle. Þeir hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og í kvöld töpuðu þeir gegn Nottingham Forest.

Aleksandar Mitrovic kom Newcastle yfir eftir þrjár mínútur í leiknum. Forest, sem er í Championship-deildinni, svaraði með tveimur mörkum áður en hinn efnilegi Rolando Aarons jafnaði aftur.

Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma, en í framlengingunni skoraði Tyler Walker sigurmarkið fyrir Nottingham Forest.

Newcastle er úr leik í 2. umferð, rétt eins og Southmapton, sem tapaði 2-0 gegn Wolves. Dýrlingarnir hvíldu nokkra leikmenn og að lokum þurftu þeir að sætta sig við 2-0 tap gegn Úlfunum.

Huddersfield lagði Rotherham eftir að hafa lent undir, Burnley vann Blackburn og West Ham hafði betur gegn Celtenham Town.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu hjá Burnley í kvöld. Jói Berg hefur byrjað fyrstu tvo leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Að lokum vann síðan Stoke öruggan 4-0 sigur á Rochdale. Miðjumaðurinn Joe Allen skoraði tvö fyrir Stoke í leiknum, en hin mörkin voru skoruð af Peter Crouch og Ramadan Sobhy.

Newcastle 2 - 3 Nott. Forest
1-0 Aleksandar Mitrovic ('3 )
1-1 Jason Cummings ('29 )
1-2 Jason Cummings ('31 )
2-2 Rolando Aarons ('45 )
2-3 Tyler Walker ('98 )

Huddersfield 2 - 1 Rotherham
0-1 Semi Ajayi ('2 )
1-1 Philip Billing ('52 , víti)
2-1 Joe Lolley ('54 )

Blackburn 0 - 2 Burnley
0-1 Jack Cork ('27 )
0-2 Robbie Brady ('45 )

Cheltenham Town 0 - 2 West Ham
0-1 Diafra Sakho ('40 )
0-2 Andre Ayew ('43 )

Southampton 0 - 2 Wolves
0-1 Danny Batth ('68 )
0-2 Donovan Wilson ('87 )

Stoke City 4 - 0 Rochdale
1-0 Joe Allen ('16 )
2-0 Peter Crouch ('29 )
3-0 Joe Allen ('42 )
4-0 Ramadan Sobhy ('80 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner