Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 23. ágúst 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valdi HK fram yfir Vendsyssel - „Passaði fullkomlega"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Söjberg, nýjasti leikmaður HK, ræddi við bold.dk um ákvörðun sína að fara til HK frá Danmörku. Anton skoraði bæði mörk HK í 2-2 jafntefli gegn FH um liðna helgi og var það þriðji leikur hans með liðinu.

Hann er 22 ára danskur sóknarmaður sem var á mála hjá Vendsyssel í dönsku B-deildinni á síðasta tímabili. Hann vildi halda á vit nýrra ævintýra, hafnaði nýjum samningi og samdi við HK.

Samningur hans við HK gildir út tímabilið og er möguleiki á framlengingu um eitt ár til viðbótar.

„Ég var með samningstilboð frá Vendsyssel upp á tvö ár í viðbót. Ég ákvað að segja að ég vildi spila, ákveðinn leiktími væri mikilvægur. Ég var mjög ánægður með tíma minn í Vendsyssel og fannst ég standa mig vel í þeim leikjum þar sem ég var í byrjunarliðinu."

„Ég átti gott samtal við félagið hér og fékk að heyra að þeir þyrftu leikmann eins og mig, svo þetta passaði fullkomlega."
Hann segist hafa fengið meðmæli um að fara til Íslands.

„Ég þekki til íslensks umboðsmanns frá því í gamla daga og hann sagði að ég ætti að prófa þetta. Ég vildi smá ævintýri, hvort sem það var í Danmörku eða annars staðar, en leiktími væri það mikilvægasta. Svo er það áskorun að flytja til nýs lands í annan kúltúr."

„Getustigið hér kom mér á óvart. Það er spilað mun hraðar en ég bjóst við. Þetta er ekki léleg deild og ég held þetta gæti verið góður stökkpallur fyrir mig að sýna mig á."

„Ég bý með tveimur liðsfélögum mínum í fínni íbúð. HK er mjög gott í því að koma leikmönnum erlendis frá fljótt inn í hlutina,"
sagði Söjberg.

Næsti leikur HK er gegn ÍBV á sunnudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner