Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. mars 2016 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: KSÍ 
Hryðjuverkin í Belgíu hafa áhrif á leikdaga hjá stelpunum í U17
U17 ára landslið kvenna
U17 ára landslið kvenna
Mynd: KSÍ
Hryðjuverkaárásirnar sem framdar voru í Belgíu hafa haft mikil áhrif og þar á meðal á stelpurnar í U17 ára landsliði kvenna.

Stelpurnar áttu að hefja keppni í milliriðli EM í dag, en af því verður ekki. Þær hefja í stað þess keppni á morgun, en riðillinn er spilaður út í Serbíu.

Fyrstu tveir leikdagarnir færast aftur um einn dag, en þriðji leikdagurinn helst óbreyttur. Leikstaðir og leiktímar breytast ekki.

Íslensku stelpurnar áttu einmitt að mæta Belgum í fyrsta leik í dag, en hann verður í stað þess spilaður á morgun.

Breytingarnar eru eftirfarandi:
Leikdagur 1
Belgía - Ísland
Var: 24. mars
Verður: 25. mars

Leikdagur 2
Ísland - England
Var: 26. mars
Verður: 27. mars

Leikdagur 3
Serbía - Ísland
Óbreyttur 29. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner