Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. mars 2016 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir stórir landsleikir á dagskrá í dag
Borgun
Íslenska liðið fær tækifæri til þess að vinna Dani í fyrsta skipti í dag
Íslenska liðið fær tækifæri til þess að vinna Dani í fyrsta skipti í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páskahátíðin fer af stað með veislu hjá íslenskum fótboltaunnendum, en í dag fara fram tveir stórir landsleikir.

Annars vegar mætir A-landslið karla Dönum á MCH Arena á heimavelli Midtjylland í Herning. Þetta er stór leikur í undirbúningi strákanna fyrir EM sem fram fer í Frakklandi í sumar, en óðum styttist í mótið.

Með sigri getur Ísland unnið Dani í fyrsta skipti í sögunni, en leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Leikurinn verður einnig í beinni textalýsingu hér á síðunni.

Þetta er þó ekki eini landsleikurinn í dag, því U21 árs landslið karla mætir Makedónum í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM.

Leikurinn fer fram í Makedóníu, en þegar liðin mættust á Íslandi hafði Ísland betur, 3-0 og því spennandi að sjá hvað gerist í dag.

Landsleikir dagsins:

A karla - Vináttulandsleikur
19:00 Danmörk-Ísland (MCH Arena - RÚV)

U21 karla - Undankeppni EM
13:00 Makedónía-Ísland (FFM Training Centre)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner