Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
banner
   þri 24. apríl 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Eiður Aron og Birkir Már - Ekki hægt að mæta Messi skjálfandi á beinunum
Eiður Aron og Birkir Már.
Eiður Aron og Birkir Már.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Birkir Már skrifar undir hjá Val.
Birkir Már skrifar undir hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður hefur verið gríðarlega góður með Valsmönnum.
Eiður hefur verið gríðarlega góður með Valsmönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir er fastamaður í byrjunarliði Íslands.
Birkir er fastamaður í byrjunarliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður með Íslandsmeistarabikarinn.
Eiður með Íslandsmeistarabikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir af bestu varnarmönnum Pepsi-deildarinnar mættu á skrifstofu Fótbolta.net til að ræða tímabilið framundan. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Birkir Már Sævarsson, leikmenn Vals, spjölluðu við Elvar Geir Magnússon en ríkjandi Íslandsmeisturum er spáð efsta sætinu í sumar.

Birkir Már, sem er 33 ára, á fast sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en er kominn heim í Val.

„Mér lýst vel á þetta, loksins byrjar þetta. Undirbúningstímabilið hefur verið langt og það var leiðinlegt fyrir mig, allavega framan af. Það verður gaman að spila almennilega leiki," segir Birkir. Hann segir að umgjörðin á íslensku deildinni sé allt önnur en þegar hann fór út.

„Þetta er orðið allt annað batterí. Miklu meiri og faglegri umfjöllun. Það er frábært að fylgjast með."

Eiður aldrei unnið KR
Valsmenn byrja á alvöru leik í fyrstu umferð, heimaleik gegn erkifjendunum gegn KR í flóðljósum á föstudagskvöldi.

„Þetta er hin fullkomna byrjun myndi ég segja. Þegar ég sá hver yrði fyrsti leikurinn þá fékk ég strax fiðring í magann," segir Birkir.

Eiður hefur aldrei upplifað það að vinna KR en vonast til að það breytist á föstudaginn.

„Ég man að þið hringduð í mig fyrir leik gegn KR þegar ég var að spila með ÍBV 2013. Ég er að segja það sama við þig núna og ég gerði þá. Þetta verður að fara að gerast. Við erum alveg klárir í að taka þrjá punkta á föstudaginn," segir Eiður.

Vissi að Óli kæmi með meiri léttleika
Birkir segir að þó Valur sé með besta liðið að sínu mati muni það fá samkeppni um titilinn. „Það er ekki nóg að vera bara með besta liðið. Maður þarf að spila alla 22 leikina og fá nóg af stigum," segir Birkir.

Hann fer fögrum orðum um þjálfara sinn, Ólaf Jóhannesson, og segir að hann hafi verið algjörlega réttur maður á réttum tíma fyrir félagið þegar hann tók við.

„Þegar Óli tók við þá hugsaði ég einmitt að hann væri akkúrat rétti maðurinn í starfið. Það var búið að vera frekar niðurdrepandi andrúmsloft í mörg ár á Hlíðarenda. Þegar Óli tók við vissi ég að það kæmi meiri léttleiki. Svo tók hann Bjössa með sér sem er gegnheill Valsari og þeir vega hvorn annan upp. Þetta var fullkomin tímasetning," segir Birkir.

Eiður kom til Vals í fyrra og smellpassaði samstundis í liðið. Hann segir að það hafi í raun verið mjög auðvelt að koma í Val.

„Frá fyrsta degi leið manni eins og maður væri heima hjá sér. Þetta hljómar klisjulega en hópurinn er rosalega samstilltur. Allir einblína á það sama, eins og í fyrra þegar við ætluðum að verða meistarar. Varðandi frammistöðu mína þá fannst mér allt sem var að gerast kringum Val, æfingarnar og allt það skila sér inn á völlinn. Ekki bara hjá mér," segir Eiður.

Gengið vel í 3-5-2
Valsmenn hafa bæði leikið með þriggja manna hafsentakerfi og fjögurra manna línu á undirbúningstímabilinu.

„Við höfum verið mjög góðir í 3-5-2. Ég hef ekki spilað það mikið áður og var ekki alveg viss um hvernig ég myndi fúnkera í því en mér finnst það hafa gengið mjög vel. Svo kunnum við náttúrulega 4-3-3 fullkomlega enda spilað það kerfi og 4-4-2 frá því að við vorum litlir," segir Birkir.

Hlíðarendafélagið hefur fengið til sín gríðarlega öfluga leikmenn í vetur og eru með rosalega breidd.

„Við fáum Kidda (Kristin Frey Sigurðsson) sem er geggjaður leikmaður. Svo fengum við einhvern hægri bakvörð úr landsliðinu, Aukaspyrnu-Ívar, Óla Kalla, Svenna markvörð og Tobias Thomsen. Mér finnst Tobias líka geggjaður leikmaður. Hann hætti ekki að skora í fyrstu leikjunum sínum. Það eru þvílík gæði í honum," segir Eiður.

Súrrealískt að vera á leið á HM
Birkir Már, sem kemur frá Hammarby, segir að umhverfið og aðbúnaðurinn hjá Val sé ekki skref niður á við frá því sem hann hafi verið í úti í Svíþjóð.

„Þetta er nánast enginn munur frá því sem ég hef verið í úti. Ég var í miðlungsliðum í Svíþjóð og Noregi og er núna í toppliði á Íslandi. Munurinn er minni en fólk heldur. Ég er mjög heppinn með liðið og skrefið er nánast ekki neitt, gæðin í Valsliðinu eru það mikil og þau eru meiri en ég bjóst við," segir Birkir.

Landsliðshópurinn sem fer til Rússlands verður kynntur 11. maí. Birkir Már á öruggt sæti í þeim hópi og er líklegur til að byrja leikinn gegn Argentínu þann 16. júní.

„Það eru spennandi dagar framundan að bíða eftir hópnum. Vonandi kemst maður með, svo er bara að bíða eftir því að HM fari af stað."

Það verður alvöru verkefni að mæta Lionel Messi og félögum í fyrsta leik en Birkir hefur fylgst vel með Messi í vetur.

„Ég reyni að horfa á alla leiki með Barcelona sem ég get, ég er mikill Barcelona stuðningsmaður. Maður veit hvað hann getur! Maður hefur spilað marga leiki gegn góðum andstæðingum, hann og Ronaldo eru bestu leikmenn sem hafa spilað að mínu mati. Maður getur ekki mætt skjálfandi á beinunum á móti svona mönnum. Maður verður að líta á þetta sem fótboltaleik, ellefu á móti ellefu," segir Birkir.

Þjálfari Barcelona hefur lofað argentínskum fótboltaáhugamönnum því að Messi verði í toppstandi á HM. Börsungar eru fallnir úr leik í Meistaradeildinni og Argentínumaðurinn verður notaður sparlega á lokaspretti tímabilsins.

„Það hefði verið fínt ef Barcelona hefði farið alla leið í Meistaradeildinni. Þá hefði hann verið í „actioni" allan tímann fram að HM. Nú getur hann aðeins valið leiki og hvílt sig."

Auk Argentínu er Ísland með Nígeríu og Króatíu í riðli. Birkir er ánægður með riðilinn.

„Kannski mínus Króatía. Það hefði verið fínt að fá eitthvað nýtt, ekki alltaf það sama. Á móti kemur að við þekkjum þá vel og unnum þá síðast. Við höfum allavega góða vitneskju um þá. Ég vildi fá Argentínu eða Brasilíu og svo er gaman að fá Afríkuþjóð," segir Birkir.

Hann hélt með Brasilíu á HM þegar hann fylgdist með keppninni á yngri árum.

„Maður hefur fylgst með HM eins lengi og maður man eftir sér. Þegar mótin voru búin hlakkaði manni til næsta HM í fjögur ár. Það er súrrealískt að maður gæti verið sjálfur að fara að taka þátt. Ég hélt alltaf með Brasilíu, þetta byrjaði með Romario og Bebeto 1994. Uppáhaldsmótið mitt er 1994, ég held að ég hafi horft á alla leikina."

Vilja vera fyrstir í Evrópuriðil
Það er ekki bara hér heima sem Valsmenn vilja gera flotta hluti. Þeir horfa til þess að gera góða hluti í Evrópukeppninni líka.

„Við eigum ekki að vera feimnir við að segjast ætla að vera fyrsta liðið sem fer í riðlakeppni í Evrópukeppni. Við erum með hóp til að gera það. Við verðum að vera smá heppnir með drátt og eiga nokkra 100% leiki í undankeppninni. Það hlýtur að vera næsta markmið að fara í riðlakeppni í Evrópu. Ég held að það sé ekki langt í að íslenskt lið komist þangað," segir Birkir.

Eiður er einnig spenntur fyrir Evrópuleikjunum.

„Mér finnst þetta geggjað. Gaman að ferðast og spila við lið sem maður veit ekkert um, geta testað sig gegn nýjum gaurum í öðru umhverfi. Það er eitthvað auka við að spila Evrópuleik. Það eru ekkert allir sem fá að spila svona leiki," segir Eiður.

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan eða í Podcast forritum.
Athugasemdir
banner
banner
banner