Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. maí 2016 08:49
Elvar Geir Magnússon
Giggs boðið starf undir Mourinho
Van Gaal er farinn... fer Giggs líka?
Van Gaal er farinn... fer Giggs líka?
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs hefur verið boðið starf í þjálfarateymi Jose Mourinho þegar sá portúgalski verður staðfestur sem nýr knattspyrnustjóri.

Giggs íhugar þó að yfirgefa félagið en hann vonaðist eftir því að fá stjórastarfið.

Giggs var aðstoðarmaður Louis van Gaal sem rekinn var í gær. Giggs er goðsögn hjá Manchester United og spilaði fyrst fyrir aðalliðið 1991. Hann hefur verið hjá félaginu allar götur síðan.

Mourinho vill fá með sér Rui Faria sem lengi hefur verið aðstoðarmaður hans. Giggs mun því ekki gegna þeirri stöðu.

Þess má geta að Memphis Depay hefur sagt að það sé spennandi að spila fyrir Mourinho. Framtíð hollenska leikmannsins hefur verið í umræðunni. Hann var keyptur fyrir 25 milljónir punda frá PSV Eindhoven í fyrra en náði sér ekki á strik á sínu fyrsta tímabili hjá United.

„Van Gaal er að fara. Svona ganga hlutirnir fyrir sig í fótboltanum. Hlutirnir hafa ekki gengið að óskum fyrir mig en svona er lífið. Þú lærir og styrkist," segir Memphis við hollenska fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner