Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. maí 2017 22:04
Magnús Már Einarsson
Herrera: Það var mjög erfitt að æfa í gær
Herrera sáttur eftir leikinn í kvöld.
Herrera sáttur eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, segir að sprengjuárásin í Manchester á mánudagskvöld hafi truflað undirbúninginn fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Ajax í kvöld.

Manchester United vann 2-0 í kvöld og Herrera segir að sigurinn hafi verið fyrir íbúa Manchester.

„Það var mjög erfitt að æfa í gær en stjórinn sagði okkur að það eina sem við gætum gert væri að vinna fyrir þau og það er það sem við gerðum," sagði Herrera eftir leik í kvöld.

„Þetta er bara fótboltaleikur og bikar en ef við getum hjálpað þeim eða náð að styðja þau með þessu 1% þá er það nóg fyrir okkur."

Eins og sjá má einnig á Twitter færslu Marcus Rashford hér að neðan þá voru leikmenn Manchester United með hugann í heimaborginni eftir leikinn í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner