Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. október 2016 10:53
Elvar Geir Magnússon
Bað Ronaldo um rangstöðu þegar samherji skoraði?
Svarið er nei!
Skjáskot af atvikinu í gær.
Skjáskot af atvikinu í gær.
Mynd: 101 Great goals
Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, elskar sjálfan sig en margir töldu að sjálfselska hans hefði náð nýjum hæðum í leiknum gegn Athletic Bilbao í gær.

Ronaldo virtist vera að biðja um rangstöðu þegar liðsfélagi hans, Alvaro Morata, kom Real í 2-1 í leiknum. Það urðu lokatölur.

Á samfélagsmiðlum fóru á flug kenningar um að Ronaldo vildi ekki að liðsfélagi sinn myndi skora sigurmarkið því hann hafi viljað baða sig í þeim dýrðarljóma sjálfur.

Ed Malyon, blaðamaður Mirror, útskýrir þó að Ronaldo hafi þann furðulega ávana að lyfta hendinni upp þegar lið hans skorar. Til eru fjölmörg dæmi um að Ronaldo lyfti hendi og horfi á aðstoðardómara til að vera viss um að markið standi.

Morata skoraði úr frákasti og möguleiki var á að dómarinn myndi dæma sóknarbrot, enda eru markverðir oft mjög ofverndaðir.

Í þessu tilfelli var Ronaldo því einfaldlega að láta vita að þetta mark ætti að standa, hann var ekki að biðja um rangstöðu. Þó til séu mörg dæmi um sjálfselsku Ronaldo var þetta ekki eitt af þeim.

Eftir markið hljóp hann að Morata og fagnaði með honum.



Athugasemdir
banner
banner
banner