Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 24. nóvember 2017 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur Péturs: Við erum hérna tveir Skagamenn
Pétur ásamt Mist, Elínu og Hallberu.
Pétur ásamt Mist, Elínu og Hallberu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég held að það hafi aldrei verið neitt annað í myndinni hjá henni en að halda áfram í Val.
,,Ég held að það hafi aldrei verið neitt annað í myndinni hjá henni en að halda áfram í Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geysilegur sterkur fyrir okkur að fá hana heim aftur og í Val," sagði Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, glaður í bragði þegar spjallað var við hann í dag.

Það var veisla á Hlíðarenda í dag er tilkynnt var frá samningum við Hallberu Guðný Gísladóttur, Elínu Mettu Jensen og Mist Edvardsdóttur.

Hallbera, sem er vinstri bakvörður, er að koma aftur heim úr atvinnumennsku. Hún lék á þessu ári með Djurgarden í Svíþjóð en hún ákvað að snúa aftur heim eftir tímabiliðið sem var að ljúka ytra.

Hin 31 árs gamla Hallbera spilaði með Breiðabliki 2015 og 2016 en hún hefur þó lengst af á meistaraflokksferli sínum á Íslandi leikið einmitt með Val.

Hallbera er hins vegar uppalin hjá ÍA á Akranesi og hún Pétur eiga því eitthvað sameiginlegt.

„Við erum hérna tveir Skagamenn mættir og það er fínt," sagði Pétur léttur í bragði.

Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir framlengdu einnig samninga sína við Val í dag.

Landsliðskonan Elín Metta var næstmarkahæst í Pepsi-deildinni í sumar með sextán mörk en hún rifti samningi sínum við félagið á dögunum. Elín Metta hefur nú skrifað undir nýjan þriggja ára samning.

„Hún var með ákvæði eftir tímabilið en ég held að það hafi aldrei verið neitt annað í myndinni hjá henni en að halda áfram í Val."

Pétur tók við Val á dögunum og um sitt nýja starf segir hann þetta: „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, þetta hefur komið á óvart. Það er gott tempó á æfingum og virkilega skemmtilegt að mæta á æfingar."

Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru báðar óléttar og óvíst er með þáttöku þeirra næsta sumar.

„Þær verða með okkur, en það er spurning hversu mikið þær verða með okkur. Þær eru náttúrulega barnshafandi báðar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner