Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. desember 2017 13:15
Ingólfur Stefánsson
Hallgrímur yfirgefur Lyngby - Á heimleið
Mynd: Getty Images
Hallgrímur Jónasson er á förum frá Lyngby en hann hefur rift samning sínum við félagið í sameiginlegri ákvörðun. Hallgrímur er ásamt fjölskyldu sinni að flytja til Íslands.

Hallgrímur átti hálft ár eftir af samningi sínum en hann hefur lítið spilað undanfarnar vikur og má nú yfirgefa félagið í janúar.

Hallgrímur ,eða Haddi, er 31 árs og hefur spilað 30 leiki á einu og hálfu ári hjá Lyngby. Thomas Nørgaard þjálfari liðsins fer fögrum orðum um hann.

„Haddi hefur verið atvinnumaður fram í fingurgóma og haft jákvæð áhrif innan sem utan vallar á tíma sínum hér. Hann átti stóran hluta í góðum árangri liðsins á síðasta tímabili. Fjölskylda hans býr hinsvegar á Íslandi og það var alltaf vitað að hann myndi fara þangað á einhverjum tímapunkti. Sá tími er kominn og við ákváðum í sameiningu að slíta samning hans."

„Haddi á ekkert nema hrós skilið fyrir tíma sinn hér. Hann er alvöru atvinnumaður. Við óskum honum góðs gengis í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur."


Hallgrímur sem er alinn upp hjá Völsungi á Húsavík hefur spilað 16 leiki fyrir íslenska landsliðið í gegnum tíðina. Hann hefur áður spilað með Þór og Keflavík á Íslandi. Hann gekk til liðs við Lyngby í júlí árið 2016 en hafði áður spilað með OB, Sönderjyske og GAIS.

Hallgrímur hefur verið orðaður KA og fleiri félög í Pepsi deild karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner