Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. febrúar 2015 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Arsenal og Atletico töpuðu
Dimitar Berbatov innsiglaði dýrmætan sigur Monaco.
Dimitar Berbatov innsiglaði dýrmætan sigur Monaco.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal og Atletico Madrid töpuðu leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Arsenal fékk það sem margir töldu vera draumadráttinn gegn franska liðinu AS Monaco og var fyrri leikurinn á heimavelli Arsenal.

Draumadrátturinn varð að martröð þar sem Frakkarnir gerðu tvö mörk úr skyndisóknum á meðan heimamenn klúðruðu hverri sókninni fætur annarri og Olivier Giroud hefði getað verið búinn að skora þrennu þegar honum var skipt útaf í síðari hálfleik.

Geoffrey Kondogbia gerði fyrsta mark Arsenal þegar skot hans fyrir utan teig fór af Per Mertesacker og í netið. Dimitar Berbatov tvöfaldaði forystuna eftir að Mertesacker yfirgaf varnarlínu Arsenal og skildi eftir stórt op.

Leikmenn Arsenal virtust ætla að ganga af velli með vonarneista fyrir síðari viðureignina þegar Alex Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn í uppbótartíma en gestirnir bættu þriðja markinu við rétt fyrir lokaflautið þegar Yannick Ferreira gulltryggði tveggja marka sigur.

Viðureign Bayer Leverkusen og Atletico Madrid var frekar jöfn allan tímann en Hakan Calhanoglu gerði eina mark leiksins eftir fallega sókn heimamanna. Spánverjarnir frá Madríd þurfa á öllum sínum kröftum að halda þegar liðin mætast aftur 17. mars.

Arsenal 1 - 3 Monaco
0-1 Geoffrey Kondogbia ('38)
0-2 Dimitar Berbatov ('53)
1-2 Alex Oxlade-Chamberlain ('91)
1-3 Yannick Ferreira ('94)

Bayer Leverkusen 1 - 0 Atletico Madrid
1-0 Hakan Calhanoglu ('57)
Rautt spjald: Tiago, Atletico ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner