Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. febrúar 2015 14:21
Magnús Már Einarsson
Heimild: Mosfellingur 
Mist Edvards: Gat grínast svolítið með veikindin
Stefnir á endurkomu í landsliðið í haust
Mist Edvardsdóttir (til hægri).
Mist Edvardsdóttir (til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, stefnir á að snúa aftur í íslenska landsliðið þegar undankeppni EM hefst næsta haust.

Mist greindist með krabbamein síðastliðið sumar en spilaði þrátt fyrir það áfram með Val í Pepsi-deildinni. Í janúar fékk hún gleðitíðindi um að hún væri krabbameinslaus.

,,Það er engin virkni í vefnum en ég verð í ströngu eftirliti næstu mánuði svo hægt sé að grípa strax inní ef eitthvað tekur sig upp," sagði Mist í ítarlegu viðtali í bæjarblaðinu Mosfellingi.

,,Ég ætlaði að vera að byrjuð aftur að æfa á þessum tímaunkti en greindist um miðjan janúar með blóðtappa í öxlinni eftir lyfjabrunnninn og þarf því að vera á blóðþynnandi lyfjum næstu vikurnar og má þar af leiðandi ekki æfa fótbolta."

,,Í millitíðinni mun ég djöflast eins og ég má í ræktinni svo ég verði klár fyrir fóboltasumarið 2015 og landsliðið á nýjan leik í haust."


Mist segir að það að spila fótbolta hafi hjálpað sér þegar hún var að glíma við veikindin síðastliðið sumar.

,,Vinkonur mínar í fótboltanum hafa einnig verið ómissandi fyrir mig í gegnum þetta ferli og var ótrúlega gott að koma á æfingar í sumar. Fá að gleyma því um stund að ég væri með krabbamein, vera bara leikmaður í liði þar sem enginn afsláttur var gefinn."

,,Þar fékk ég útrás og gat grínast svolítið með veikindin þar sem húmorinn er svarari í þessum hópi. Jákvæðnin fleytir manni langt, ef maður ætlar alltaf að líta á málið hinum alvarlegustu augum verður fljótt þung og dökkt yfir lífinu og tilverunni,"
sagði Mist í viðtalinu við Mosfelling.
Athugasemdir
banner
banner