Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 25. febrúar 2017 06:30
Magnús Már Einarsson
Bragi Þór og Kristófer Örn í Álftanes (Staðfest)
Kristófer, Kristján Ómar Björnsson þjálfari Álftaness og Bragi.
Kristófer, Kristján Ómar Björnsson þjálfari Álftaness og Bragi.
Mynd: Álftanes
Bragi Þór Kristinsson og Kristófer Örn Kristjánsson hafa gengið til liðs við Álftanes.

Bragi Þór er 22 ára gamall sóknarmaður sem er uppalinn á Álftanesi en lék síðast með Vængjum Júpíters.

Kristófer Örn er 24 ára gamall fjölhæfur leikmaður sem kemur til Álftaness frá sínu uppeldisfélagi Hetti þar sem hann hefur leikið yfir 100 leiki.

Álftanes leikur í D-riðli í 4. deildinni í sumar en með liðinu í riðli eru Álafoss, Drangey, Geisli Aðaldal, KB, KH, Midas og Stál-úlfur.
Athugasemdir
banner
banner
banner