Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. mars 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Carrick á skilið að fá eitt ár í viðbót hjá Man Utd"
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: Getty Images
Bryan Robson segir að Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, eigi skilið að fá nýjan samning hjá rauðu djöflunum.

Carrick verður orðinn 36 ára þegar næsta tímabil byrjar, en hann kom til Man Utd frá Tottenham árið 2006.

Robson, sem vann á sínum tíma tvo Englandsmeistaratitla með United, telur þó að Carrick eigi skilið að fá nýjan samning.

„Aldurinn truflar mig ekki, þetta snýst um löngunina hjá leikmanninum og hvernig hann hugsar um sig," sagði Robson.

„Að mínu mati á Michael skilið að fá kannski eitt ár í viðbót og ég sé fyrir mér að Man Utd muni gefa honum það."

Carrick, sem hefur byrjað 12 leiki í deildinni á þessu tímabili, sagði fyrr í þessum mánuði að hann myndi íhuga að leggja skóna á hilluna ef hann fengi ekki nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner