Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. júní 2015 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cesena borgar starfsmönnum Parma starfslokasamning
Defrel er lykilmaður í liði Cesena en gat ekki komið í veg fyrir fall úr efstu deildinni.
Defrel er lykilmaður í liði Cesena en gat ekki komið í veg fyrir fall úr efstu deildinni.
Mynd: Getty Images
Ítalska knattspyrnufélagið Cesena féll úr ítölsku A-deildinni ásamt Parma og Cagliari á nýliðnu tímabili.

Parma hefur glímt við gífurleg fjárhagsvandræði allt tímabilið og fékk til að mynda sjö mínusstig vegna vandræðanna.

Félagið skipti nokkrum sinnum um eigendur en engum tókst að bjarga félaginu og var það lýst gjaldþrota fyrr í júní.

Gjaldþrotið veldur því að starfsmenn félagsins missa starfið sitt eftir að hafa starfað launalaust frá því í júlí 2014.

Cesena finnur til með starfsmönnum félagsins og ákvað að kaupa Gregoire Defrel frá félaginu fyrir 51 þúsund evrur í stað þess að fá hann frítt.

„Við höfum ákveðið að bjóða í Defrel. Ef stjórn deildarinnar samþykkir tilboðið fer peningurinn til fyrrverandi starfsmanna félagsins sem eru nú atvinnulausir," sagði Rino Foschi, yfirmaður íþróttamála hjá Cesena.
Athugasemdir
banner
banner