Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. október 2014 10:47
Elvar Geir Magnússon
Lukkudýr Torquay reynir að stofna til slagsmála
Gilbert the Gull.
Gilbert the Gull.
Mynd: Getty Images
Lukkudýrið Gilbert the Gull hjá Torquay United í ensku utandeildinni er ekki eins saklaust og það lítur út fyrir að vera. Þessi risastóri fugl er sakaður um að hafa reynt að stofna til slagsmála við stuðningsmenn eigin liðs og kalla þá „bunch of cunts" en þau orð verða ekki þýdd í þessari frétt.

Gilbert kom að stuðningsmönnum í 3-2 tapleik gegn Grimsby og spurði hvar stuðningurinn væri eiginlega og af hverju það heyrðist ekkert í trommaranum. Eftir það lét hann þessi ósmekklegu orð falla auk þess sem hann gaf ósæmilega merkjagjöf í áhorfendahópinn.

„Við erum með versta lukkudýrið í boltanum," sagði einn stuðningsmaður Torquay en félaginu hafa borist kvartanir.

„Það er klárt mál að lukkudýrið gaf merki til áhorfenda um að koma út á völl og slást við sig. Hvað hefði gerst ef tíu manna hópur hefði farið út á völlinn og lent í slagsmálum þarna?"

Torquay er með málið í skoðun en Steve Jegat, maðurinn í búningnum, neitar sök.
Athugasemdir
banner
banner