Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. nóvember 2016 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert spilaði 65 mínútur í tapi hjá Jong PSV
Albert og félagar þurftu að sætta sig við tap
Albert og félagar þurftu að sætta sig við tap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Volendam 1 - 0 Jong PSV
1-0 Kevin van Kippersluis ('59 )

Unglingalandsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er lykilmaður hjá ung­linga- og varaliði PSV, Jong PSV, en hann var að venju í byrjunarliðinu þegar liðið mætti Volendam í hollensku B-deildinni í kvöld.

Albert er gríðarlega mikilvægur fyrir sitt lið, sem er í toppbaráttunni í þessari næst efstu deild Hollands.

Eins og áður segir byrjaði Albert leikinn, en hann var tekinn af velli þegar 65 mínútur voru komnar á klukkuna.

Þegar Albert var tekinn af velli var staðan orðin 1-0 fyrir heimaliðið, Volendam, og þannig lauk leiknum og þriðja tap Jong PSV staðreynd.

Jong PSV er eins og staðan er núna áfram í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig. Liðið má þó ekki fara upp í úrvalsdeildina þar sem aðallið félagsins er þar.

Það má búast við því að sjá Albert í aðalliðinu einhvern tímann, en hann æfir inn á milli með aðalliðinu og þá var hann valinn í 25 manna Meistaradeildarhóp hjá PSV.



Athugasemdir
banner
banner
banner