Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 25. desember 2017 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Neville: Man City ekki meðal bestu liða sögunnar
Gary Neville vann deildina átta sinnum með Manchester United.
Gary Neville vann deildina átta sinnum með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Gary Neville segir of snemmt að kalla Manchester City besta lið í sögu enska boltans.

Neville telur City þurfa að vinna deildina tvisvar sinnum hið minnsta áður en það geti talist til bestu liða sögunnar.

„Fólk er að segja að þetta City lið sé það besta í sögu deildarinnar. Það er algjör vitleysa, þú verður að vera búinn að vinna ensku deildina minnst tvisvar til að vera meðal bestu liða sögunnar," sagði Neville.

„Ef City vinnur deildina núna en ekki aftur næsta tímabil þá sé ég þetta ekki sem eitt af bestu liðum sögunnar, þá sé ég þetta bara sem gott lið sem átti frábært tímabil.

„Bestu lið sögunnar eru til dæmis Liverpool á níunda áratugnum og United á þeim tíunda. Chelsea liðið 2004-06 kemur einnig til greina, sem og Man Utd liðið 2008."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner