Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. febrúar 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stjórn Leeds svarar Russell Crowe: Félagið ekki til sölu
Cellino er gríðarlega umdeildur innan knattspyrnuheimsins.
Cellino er gríðarlega umdeildur innan knattspyrnuheimsins.
Mynd: Getty Images
Leikarinn og óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe velti því fyrir sér á Twitter hvort sniðugt væri að kaupa enska knattspyrnufélagið Leeds United.

Crowe keypti ástralskt rúgbí félag sem var í botnsæti áströlsku deildarinnar fyrir átta árum og er félagið nú heimsmeistari.

Flestir stuðningsmannahópar og stuðningsmenn Leeds vilja að Crowe taki yfir en núverandi stjórn félagsins sendi skýr skilaboð þess efnis að félagið væri ekki til sölu.

,,Félagið er ekki til sölu, það hafa ekki borist nein tilboð. Cellino fjölskyldan ætlar sér ekki að selja félagið," sagði Andrew Umbers, forseti Leeds.

,,Dómsmálið milli Massimo Cellino og stjórn deildarinnar er algjörlega misskilið. Unnið er hörðum höndum að uppbyggingu Leeds United á hverjum degi og er miklum fjárhæðum varið í það verkefni."
Athugasemdir
banner
banner
banner