Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 26. mars 2017 14:51
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Lengjubikarinn C-deild: Hörður með góðan sigur
Hörður gerði góða ferð suður
Hörður gerði góða ferð suður
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Ísbjörninn 1 - 4 Hörður
1-0 Egill Eiríksson ('17)
1-1 Gísli Rafnsson ('83)
1-2 Friðbjörn Ómarsson sjálfsmark ('87)
1-3 Ingvar Bjarni Viktorsson ('90)
1-4 Ásgeir Hinrik Gíslason ('90)

Hörður frá Ísafirði gerði góða ferð á höfuborgarsvæðið þegar liðið tók á móti Ísbirninum í C-deild Lengjubikarsins.

Það voru hins vegar Ísbjörninn sem byrjaði betur og komust yfir með marki Egils Eiríkssonar á 17. mínútu.

Allt virtist stefnda í nauman sigur Ísbjarnarins en þá hrukku Ísfirðingar í gang. Gísli Rafnsson skoraði á 83. mínútu og Fribjörn Ómarsson, leikmaður Ísjarnarsins varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fjórum mínútum síðar.

Ingvar Bjarni Viktorsson og Ásgeir Hinrik Gíslason bættu svo við tveimur mörkum í uppbótartíma og tryggði Herði 4-1 sigur.

Þetta var annar sigur Harðar í Lengjubikarnum og eru þeir á toppnum ásamt Skallagrím og Létti. Ísbjörninn er hins vegar enn án stiga.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner