Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. apríl 2015 14:10
Jóhann Ingi Hafþórsson
Viðar Örn skoraði í jafntefli Jiangsou
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Netið
Sölvi Geir Ottisen var í byrjunarliði Jiangsou og Viðar Örn Kjartanson var á bekknum er liðið mætti Guangzhou Evergrande í kínversku deildinni í dag.


Úr varð hörkuleikur sem endaði með 3-3 jafntefli.

Guangzhou komst yfir snemma leiks en Jiangsou voru komnir yfir fyrir leikhlé og leiddu 2-1 í hálfleik.

Viðar Örn kom síðann inná í staðin fyrir Sölva eftir um klukkutíma leik en skömmu síðar jafnaði Guangzhou. Viðar kom gestunum síðan yfir á 84.mínútu.

Það voru hins vegar Guangzhou sem átti lokaorðið og tryggðu sér jafntefli með marki í lokin. Jiangzhou eru í áttunda sæti eftir sjö leiki en 16 lið leika í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner