Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. apríl 2016 11:50
Elvar Geir Magnússon
Hvernig verður Leicester meistari í næstu umferð?
Leiðin að titlinum...
Leiðin að titlinum...
Mynd: Getty Images
Leicester er á barmi þess að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Refirnir eru með sjö stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar eftir liðna umferð. Liðið rúllaði yfir Swansea á sunnudaginn þrátt fyrir að vera án markahróksins Jamie Vardy.

Tottenham mistókst svo að vinna West Brom í gær en leikurinn endaði með jafntefli 1-1.

Það þýðir að Leicester getur tryggt sér enska meistaratitilinn á Old Trafford á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá hvað þarf að gerast til að liðið verði meistari í næstu umferð:

Leicester verður meistari í næstu umferð ef...

1) Liðið vinnur Manchester United á Old Trafford

EÐA

2) Tottenham tapar fyrir Chelsea á mánudagskvöld

EÐA

3) Liðið gerir jafntefli á Old Trafford og Tottenham VINNUR EKKI Chelsea á mánudaginn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner