Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. maí 2015 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Kona stal treyju af barni - Beckford bætir það upp
Jermaine Beckford skoraði þrennu og var maður leiksins í úrslitaleik umspilsins.
Jermaine Beckford skoraði þrennu og var maður leiksins í úrslitaleik umspilsins.
Mynd: Getty Images
Jermaine Beckford gerði þrennu í úrslitaleik umspilsins í ensku C-deildinni og kom Preston North End þannig upp í Championship á kostnað Swindon Town.

Beckford henti treyju sinni upp í stúku eftir leikinn og börðust nokkrir krakkar um hana en hinn 8 ára Ted Dockray endaði með treyjuna í höndum sér.

Gleði Dockray var þó ekki langlíf enda kom kona upp að honum og hrifsaði treyjuna úr fangi hans, þó virtist enginn kippa sér upp við það.

Myndband af atvikinu fór eins og eldur um sinu á Twitter en Beckford og knattspyrnufélagið Preston hafa ákveðið að bæta Dockray það upp.

„Félagið er búið að ræða við foreldra barnsins og ætlar Jermaine að árita varatreyjuna sem hann notaði ekki í leiknum og gefa stráknum. Þá ætlar félagið að gefa stráknum sýnisferð um leikvanginn," stendur í yfirlýsingu frá félaginu.

„Ef upprunalegu treyjunni verður skilað þá mun félagið auðvitað afhenda barninu þá treyju."


Athugasemdir
banner
banner