Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. júní 2015 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ray Wilkins: Cech frábær kaup - Átta ár eftir
Petr Cech hefur lengi verið talinn meðal bestu markvarða heims.
Petr Cech hefur lengi verið talinn meðal bestu markvarða heims.
Mynd: Getty Images
Ray Wilkins, partur af þjálfarateymi Aston Villa, var miðjumaður Chelsea í sex ár og partur af þjálfarateymi félagsins mjög lengi. Þá tók Wilkins tvisvar við tímabundinni stjórn á félaginu á milli stjóra árin 2000 og 2009 og var aðstoðarþjálfari þess.

Wilkins starfaði með Petr Cech í sex ár og talar mjög vel um tékkneska markvörðinn sem er á leið til nágrannanna og erkifjendanna í Arsenal.

„Ég er mjög hissa á þessum félagsskiptum og bjóst við því að Chelsea hefði selt hann til liðs í öðru landi," sagði Wilkins við Sky Sports.

„Ég held að Chelsea hafi gert honum stóran greiða, en það er spurning hvort félagið hafi verið að koma sjálfu sér fyrir kattarnef. Petr getur gert Arsenal að titilbaráttuliði og þetta kemur mér mjög á óvart.

„Hann er í frábæru líkamlegu ástandi og aðeins 5 prósentum frá sínu besta eftir höfuðmeiðslin. Hann á átta ár eftir í hæsta gæðaflokki."

Athugasemdir
banner
banner