Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júní 2016 13:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Nice
Gary Martin: Raggi og Kári borða Kane eins og pylsu
Fer frá Víkingum ef England tapar
Icelandair
Gary Martin í leik með Víkingum.
Gary Martin í leik með Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary ætlar að flýja land ef England tapar.
Gary ætlar að flýja land ef England tapar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, leikmaður Víkings hefur spilað á Íslandi síðan árið 2010 og hefur því myndað mikil tengls við landið. Hann á þess auki íslenska unnustu.

Við hjá Fótbolta.net spjölluðum við Gary en Ísland mætir auðvitað Englandi á morgun í 16-liða úrslitum EM. Við byrjuðum spjallið á að spyrja hann hvað honum fannst um íslenska liðið hingað til.

„Þeir hafa heillað mig. Þeir eru mjög vinnusamir og sterkir sem liðsheild. Það er mjög erfitt að vinna Ísland. Þeim líður vel án þess að hafa boltann."

„Mig langar að þeim gangi vel og ég styð þá, ásamt Englandi. Ég var í miðbænum þegar Ísland skoraði sigurmarkið á móti Austurríki og auðvitað fagnaði ég. Þetta var frábært augnablik fyrir íslenskt fólk og fótboltann í landinu."

En hvernig myndi Gary líða ef Íslandi vinnur leikinn?

„Ef Ísland vinnur á mánudagnin þarf ég að yfirgefa Víkinga og fara heim þar sem ég fengi engann frið frá strákunum. Það vilja allir, fyrir utan England, að Ísland vinni en það verður mjög erfitt."

Við fórum yfir enska liðið með Gary og hvað honum fannst um það hingað til.

„Enska liðið er búið að vera gott og vera betra liðið í öllum leikjunum hingað til. Hodgson hefur samt sem áður komið með skrítnar ákvarðanir en þrátt fyrir það höfum við stjórnað öllum leikjunum. Ég væri til í að sjá Sturridge byrja frammi. Raggi og Kári færu létt með að ráða við Jamie Vardy og Harry Kane þar sem þeir liggja vel til baka. Sturridge er með allt sem knattspyrnumaður þarf að hafa og myndi valda þeim mestum vandræðum."

Að lokum spurðum við Gary hvernig rígurinn á milli hans og Íslendinganna hjá Víkingum væri búinn að vera

„Strákarnir í liðinu segja að allir leikmenn Englands geti ekki ekki neitt og þeir íslensku séu þeir bestu. Raggi og Kári munu borða Kane eins og pylsu. Henderson getur ekki sparkað í bolta og Ísland fer létt með leikinn ef hann spilar. Það er það sem ég hef þurft að lifa með síðan það kom í ljós að liðin myndu spila. Ef við töpum á móti Íslandi, gætu hlutirnir samt verið verri. Við gætum verið Skotland!" sagði Gary að lokum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner