Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. júní 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ginola ráðleggur Kane að halda tryggð við Tottenham
Kane hefur verið orðaður við Manchester United.
Kane hefur verið orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
David Ginola, sem lék í nokkur ár með Tottenham, hefur ráðlagt sóknarmanninum Harry Kane að vera áfram hjá Spurs.

Kane hefur upp á síðkastið verið orðaður við Manchester United, en í gær lækkuðu veðbankar stuðulinn á því að hann færi þangað. Talað hefur verið um að United sé tilbúið að borga heimsmetsfé fyrir Kane.

Hann hefur verið markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð og Ginola telur að það sé best fyrir hann að vera áfram á þeim stað þar sem hann er núna, hjá Tottenham.

„Harry Kane á að vera áfram hjá Tottenham. Spurs þarf Harry Kane ef þeir ætla að vinna ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili," sagði Ginola þegar hann ræddi við Talksport.

„Tottenham þarf að halda sínum bestu mönnum ef þeir ætla sér að vinna eitthvað á næstu árum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner