Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 26. ágúst 2015 10:10
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Chelsea ætlar að bjóða 40 milljónir punda í Stones
Powerade
John Stones er mikið í umræðunni þessa dagana.
John Stones er mikið í umræðunni þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr enska boltanum á þessum fína miðvikudegi.



Chelsea ætlar að gera lokatilboð í John Stones upp á 40 milljónir punda. Stones hefur óskað eftir sölu frá Everton. (Guardian)

Everton hefur boðið fimm milljónir punda í Federico Fazio varnarmann WBA. (Daily Mail)

Everton gæti reynt að fá Ezequiel Garay frá Zenit St Pétursborg ef Stones fer. Zenit ætlar þó ekki að selja. (Telegraph)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, telur að hann sé að byggja upp lið sem geti unnið Meistaradeildina. (Daily Star)

Besiktas er að ná samkomulagi um að fá Victor Valdes frá Manchester United. (Times)

Tottenham ætlar að gera nýtt tilboð upp á 23 milljónir punda í Saido Berahino framherja WBA. (Daily Mirror)

WBA ætlar að reyna að fá Charlie Austin framherja QPR ef Berahino fer. (Daily Express)

Tottenham er að íhuga tilboð í Asier Illarramendi miðjumann Real Madrid. (Guardian)

Galatasaray og Marseille vilja fá Jason Denayer varnarmann Manchester City. (Manchester Evening News)

Barcelona gæti haft betur gegn Arsenal og Everton í baráttunni um Andriy Yarmolenko kantmann Dynamo Kiev. (Sport)

West Ham vill fá framherjann Simone Zaza á láni frá Juventus. (Daily Star)

Watford er að reyna að kaupa miðjumanninn Abdoulaye Docoure frá Rennes á átta milljónir punda. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner