Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 26. nóvember 2015 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Sturridge sendur í rannsókn vegna meiðsla á fæti
Mynd: Getty Images
Óheppni Daniel Sturridge hjá Liverpool virðist vera þrotlaus eftir að sóknarmaðurinn öflugi meiddist enn einu sinni í dag.

Sturridge hefur ekki getað spilað vegna meiðsla frá því að Jürgen Klopp tók við félaginu fyrir rúmum mánuði síðan.

Sturridge átti að vera í leikmannahópi Liverpool fyrir leikinn gegn Bordeaux í Evrópudeildinni í kvöld og hefði hann þá getað spilað sinn fyrsta leik fyrir nýja stjórann.

Sturridge æfði vel í gær en kvartaði undan fætinum fyrir leik í dag og þarf að gangast undir rannsóknir.

Ólíklegt er að Sturridge verði klár fyrir leikinn gegn Swansea um helgina en hann hefur misst af 58 leikjum frá því í febrúar 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner